Grafarvogskirkja
Guðsþjónusta þar sem fermingarbörn úr Kelduskóla Vík og Vættaskóla Engi eru boðin sérstaklega velkomin með fjölskyldum sínum. Dregið verður um fermingardaga vorsins! Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hákon Leifsson er organisti. Kór kirkjunnar syngur og Edgar Smári Atlason syngur einsöng.
Pálínuboð á eftir þar sem fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra koma með góðgæti á borðið.

Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Þóru Björg Sigurðardóttur. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Borgarholtsskóli
Léttmessa. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt messuþjónum. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Vox Populi syngur.

Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjá Gunnfríðar Tómasdóttur.
Velkomin!