Sunnudaginn 20. maí kl. 14:00 verður hin árlega átthagamessa Siglfirðingafélagsins haldin í Grafarvogskirkju. Hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar flutt. Kór Grafarvogskirkju leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi er Hákon Leifsson. Þorvaldur Halldórsson syngur í messunni og í kaffisamsætinu eftir messu. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson fyrrverandi skólastjóri og bæjarstjórnarmaður á Siglufirði flytur hugleiðingu. Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson sjúkrahúsprestur þjónar ásamt fyrrverandi sóknarpresti á Siglufirði séra Vigfúsi Þór Árnasyni. Siglfirðingakaffi á vegum Siglfirðingafélagsins eftir messu. Verið öll hjartanlega velkomin!