Mánudaginn 7. maí verður farið í hina árlegu vorferð Safnaðarfélagsins.
Komið verður við í kirkju séra Hallgríms Péturssonar í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit
þar sem séra Kirstin Jens Sigþórsson sóknarprestur tekur á móti okkur.
Svo er ferðinni haldið áfram að Félagsheimilinu Hlöðum
þar sem Gaui litli vinnur að því að koma upp Hernámssýningu
og við fáum að svipast þar um þó að hún hafi ekki verið formlega opnuð.
Magnús Þór Hafsteinsson flytur erindi í máli og myndum um efni bókar sinnar
„Dauðinn í Dumbshafi – Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði og
sjóhernaður í Norður -Íshafi 1940-1943“
Kvöldkaffi verður drukkið að Hlöðum.
Komið heim um kl. 23.00.
Ferðin kostar 1.500,- kr.