Fundurinn fjallar um forvarnamál og verður haldinn þriðjudaginn 13. mars kl. 19:30.
Guðrún Halla Jónsdóttir, félagsráðgjafi í Miðgarði fjallar um mikilvægi umhyggju, aðhalds og eftirlits foreldra.
Brynhildur Jensdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi ræðir um áskoranir sem foreldrar geta staðið frammi fyrir í nútímasamfélagi.
Andrés Magnússon, geðlæknir fjallar um áhrif kanabisefna á líkama og heilsu ungs fólks.

Vöfflur í boði safnaðarfélags Grafarvogskirkju.
Velkomin!