,Aðalfundur Safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður haldinn mánudaginn 6. febrúar 2012 kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Steinn Kárason, garðyrkjufræðingur og viðskipta- og umhverfishagfræðingur mun fjalla um ,,Vorverkin í garðinum – og á svölunum“ Steinn mun gefa okkur góð ráð um hvenær og hvað er gott að gera núna til að undirbúa garðinn – og svalirnar – fyrir sumarið. Óðum styttist í vorið og gott að hafa tímann fyrir sér þegar kemur að vorverkunum. Steinn hefur margþætta reynslu og hefur gefið út bækur og mynddiska með fræðsluefni um flest allt er lýtur að garðyrkju.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest; vonum að þið takið með ykkur gesti og og eigið skemmtilega og fræðandi stund í góðra vina hópi
Velkomin!