Sunnudagaskólarnir byrja aftur sunnudaginn 15. janúar og eru alla sunnudaga kl. 11 í kirkjunniogBorgarholtsskóla.
Æskulýðsfélagið byrjaði mánudaginn 9. janúar og er öll mánudagskvöld kl. 20-22. Þau sem vilja fara með á Febrúarmót í Vatnaskógi í lok febrúar verða að byrja að mæta strax!
Foreldramorgnar hefjast á ný fimmtudaginn 12. janúar og eru alla fimmtudaga kl. 10-12. Á fyrsta fundinum verður dagskrá vorsins ákveðin í samráði við þau sem mæta.
Fjörfiskar byrja byrja miðvikudaginn 11. janúar og eru á miðvikudögum kl. 17-17:30. Þetta er sönghópur fyrir 4 – 6 ára krakka.
Guðsþjónustur í Borgarholtsskóla hefjast á ný sunnudaginn 15. janúar kl. 11. Guðsþjónusturnar eru alla sunnudaga fram í byrjum maí og eru alltaf kl. 11 nema fyrsta sunnudag í mánuði en þá er Gospelmessa kl. 17.
Eldriborgarasamverur í kirkjunni hófust á ný þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.30. Þessar samverur verða alla þriðjudaga frá 13.30-16 út maí. Samveran hefst á helgistund, þá er boðið upp á spil eða handavinnu og lýkur með kaffi.
Um starfið sem er allan ársins hring s.s. kyrrðarstundir og helgihald í kirkjunni er hægt að lesa hér á heimasíðunni.