Fermingarfræðslan hefst á ný samkvæmt stundaskrá í vikunni 9.-15. janúar.
Fermingarbörn eru beðin um að mæta með kennslugögn með sér. Verkefnin sem eiga nú þegar að vera unnin úr kennslubókinni ,,Líf með Jesú“ eru á blaðsíðum: 4-5, 6-7, 13-15, 16-17, 36-38, 39-40, 45-47, 50-51 og 57-58. Verkefnin voru ekki unnin í þessari röð, en það kemur ekki að sök því aðalatriðið er að vinna þau. Fermingarbörnin eru hvött til að myndskreyta og vanda vinnubrögð.
Guðsþjónustur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra verða sem hér segir:
15. janúar kl. 11:00 – Fermingarbörn úr Engja- og Rimaskóla og foreldrar þeirra
22. janúar kl. 11:00 – Fermingarbörn úr Folda-, Hamra- og Húsaskóla og foreldrar þeirra
29. janúar kl. 11:00 – Fermingarbörn úr Borga- og Víkurskóla og foreldrar þeirra
Eftir guðsþjónustu verður stuttur fundur með foreldrum fermingarbarna um aðdraganda að fermingu og fermingarathöfnina sjálfa.
Kaffi og kleinur eftir fund.