Fimmtudaginn 8. desember kl. 20.00 mun Ný dögun, Landsspítalinn, líknarsamtökin Karítas og Þjóðkirkjan leiða fyrirbæna- og kertaljósastund undir yfirskriftinni ,,Sorgin og jólin” í Grafarvogskirkju. Þessi fallega kærleiksstund er hugsuð sem uppbyggjandi vettvangur fyrir fjölskyldur í sorg. Við látum nærast við fallega tónlist og huggandi bænaanda. Viðstöddum verður gefinn kostur á að kveikja á kertum til minningar um látna ástvini.