Í vetur verða sunnudagaskólar kl. 11:00 á tveimur stöðum í Grafarvogi, í kirkjunni og í Borgarholtsskóla. Einnig verða guðsþjónustur (þemamessur) alla sunnudaga í Borgarholtsskóla kl. 11:00.
Borgarholtsskóli: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Séra Guðrún Karlsdóttir, Gunnar Einar Steingrímsson djákni leiða stundina ásamt Guðlaugi Viktorssyni organista og Hólmfríði Frostadóttur.
Kirkjan: Guðsþjónusta kl. 11:00 þar sem fermingarbörn úr Engjaskóla, Víkurskóla og Borgaskóla eru sérstaklega boðin velkomin ásamt fjölskyldum sínum. Hver fjölskylda er beðin um að leggja eitthvað til með kirkjukaffinu. Eftir guðsþjónustuna verður stutt kynning á fermingarvetrinum. Séra Vigfús Þór Árnason og séra Sigurður Grétar Helgason þjóna fyrir altari. Organisti er Hákon Leifsson, Kór kirkjunnar syngur ásamt Pétri Ben.
Sunnudagaskólinn í kirkjunni: Nú hefst sunnudagaskólinn í kirkjunni með trompi. Nýtt brúðuleikhús verður tekið í notkun, Hafdís og Klemmi verða reglulegir gestir, mikill söngur, bænir og sögur. Umsjón hafa séra Lena Rós Matthíasdóttir, Linda Jóhannsdóttir og Stefán Birkisson.