Þriðjudaginn 25. janúar kl. 20:00 verður fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð í Grafarvogskirkju. Fyrirlesari verður séra Lena Rós Matthíasdóttir. Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópum fyrir þau sem misst hafa maka. Raðað verður í hópa eftir aldri og reynt að hafa fólk af sama aldursskeiði innan hvers hóps. Hægt er að koma á fyrirlesturinn án þess að skrá sig í hóp. Upplýsingar veitir séra Lena Rós Matthíasdóttir, srlenaros@grafarvogskirkja.is