Opið hús fyrir eldri borgara er í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13:00-15:30

Gestur dagsins er Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur sem einnig er rithöfundur.

Í bók sinni Samskiptaboðorðin leitaðist hún við að sýna mikilvægi góðara samskipta.

Ný bók hennar heitir Einmana og mun hún segja frá henni ásamt fleiru.

Eins verður spilað og spjallað.

Kaffi og meðlæti.

 

Kyrrðarstund hefst kl. 12:00.

Hugljúf tónlist, fyrirbænir og altarisganga.

Léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi að kyrrðarstund lokinni.

Verið öll hjartanlega velkomin!