Hið tvískipta hús ástarinnar (The House of Branching Love)
verður sýnd í Grafarvogskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 1930.
Kvikmynd þessi er í leikstjórn Mika Kaurismäki og er finnskt skilnaðardrama. Fjölskylduráðgjafinn Juhani og kona hans, hin framgangsríka og vel menntaða Tuula, ákveða að skilja. Þau er staðráðin í því að gera þetta vel og ætla að halda áfram að búa saman til þess að byrja með. Þessi áform verða fljótlega að engu þegar afbrýðisemin tekur völd.
Myndin hefur fengið frábæra dóma og fjölda verðlauna.
Aðgangur er ókeypis.
Velkomin!