Þriðjudaginn 7. maí verður vorferð eldri borgara í Grafarvogskirkju.
Brottför verður frá Grafarvogskirkju kl. 10:00 og Borgum kl. 10:10.
Farið verður í Reykholt, gróðurpardísina Friðheima. Þar borðum við hádegisverð og skoðum gróðurhúsið.
Síðan er haldið í Skálholt – fáum leiðsögn um kirkjuna – listaverk hennar og safnið í kjallara kirkjunnar.
Að lokum fáum við vöfflur og kaffisopa áður en haldið er heim á leið.
Verð á mann er kr. 7.000.-
Skráning er í kirkjunni. Eins má hringja í síma 587 9070 eða senda á netfangið grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is