Fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð verður í Grafarvogskirkju, þann 5. október 2010, kl. 20:00. Fyrirlesturinn verður sniðinn fyrir foreldra látinna barna. Fyrirlesari verður sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Í kjölfarið verður boðið upp á lokaða sorgarhópa (ætlast er til þess að skráðir mæti öll kvöldin eða eins oft og hægt er). Ætlunin er að hittast á þriðjudagskvöldum kl. 20-22 í sex vikur. Hægt er að koma á fyrirlesturinn án þess að skrá sig í hópinn. Nánari upplýsingar veitir séra Lena Rós Matthíasdóttir í síma 8976789 eða á netfanginu srlenaros@grafarvogskirkja.is