Hin árlega sumarmessa gömlu Gufunessóknar sem samanstendur af Grafarvogs-, Grafarholts,- og Árbæjarsókn verður haldin við Grafarvoginn fyrir neðan kirkjuna sunnudaginn 16. júlí kl 11:00.

Gengið verður frá Árbæjarkirkju kl 10:30 en einnig er nóg af bílastæðum  við Grafarvogskirkju.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt prestum hinna safnaðanna.

Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti sér um tónlistina.

Við voginn fyrir neðan kirkjuna er að finna náttúrulegan skírnarfont þar sem nokkur börn hafa verið skírð og er einn af fimm skírnarfontum í og við kirkjuna.

Messan verður haldin þar og boðið til grillveislu við kirkjuna á eftir.

Velkomin!