Nú styttist í þennan skemmtilega viðburð.
Hann verður fimmtudagskvöldið 8. júní kl. 19:30.
Við ætlum að eiga saman skemmtilegt kvöld. Njóta tónlistar, horfa á og kaupa fallega kjóla. Það verður af nógu að taka.
Þuríður Sigurðardóttir syngur nokkur lög.
Vox Populi syngur m.a. Fröken Reykjavík.
Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á þetta stórkostlega hljóðfæri sem nýja orgel Grafarvogskirkju er.
Boðið verður upp á veitingar.
Eva Ruza verður veislustjóri og stýrir uppboði.
Aðgangur er ókeypis!