Þann 4. september verður Grafarvogsdagurinn haldinn hátíðlegur um allt hverfið. Kirkjan okkar tekur að sjálfsögðu þátt í hátíðarhöldunum og verður með helgistund kl. 13:00 á hátíðarsvæðinu við Gufunesbæ. Unga fólkið í Vox Populi leiðir söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar og ungt fólk leiðir stundina ásamt séra Lenu Rós Matthíasdóttur. Helgistundin ber yfirskriftina ,,Marglitt mannlíf“ og er vísun í litaþema dagsins, en hverfahlutar Grafarvogs verða skreyttir mismunandi litum þennan dag. Verið hjartanlega velkomin!