Þriðjudaginn 9. maí verður opið hús kl. 13-15 fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju.
Það verður vorstemning í kirkjunni.
Við grillum pylsur, rifjum upp gamla vorleiki, syngjum og höfum gaman.
Að opna húsinu loknu er boðið uppá kaffi og meðlæti.
Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir, djákni.
Kyrrðarstund er kl. 12.
Það er róleg stund með altarisgöngu, fyrirbænum og tónlist.
Að kyrrðarstund lokinni er boðið uppá léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi.
Verið hjartanlega velkomin!