Þriðjudaginn 21. mars verður opið hús kl. 13-15 fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju.

 

Gestur opna hússins verður organistinn okkar Lára Bryndís Eggertdóttir.

Hún leiðir söngstund með lögunum hennar Ellýjar Vilhjálms.

Syngjum saman gömul og góð uppáhaldslög.

Eins verður spilað, spjallað og annað til gamans gert.

Að opna húsinu loknu er boðið uppá kaffi og meðlæti.

Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir, djákni.

 

Kyrrðarstund er kl. 12.

Það er róleg stund með altarisgöngu, fyrirbænum og tónlist.

Að kyrrðarstund lokinni er boðið uppá léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi.

 

Verið hjartanlega velkomin!