Grafarvogskirkja var vígð 18. júní árið 2000.
í tilefni þess verður haldin hátíðarguðsþjónusta þann 20. júní kl. 14:00 ath. breyttan messutíma.
Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson prédikar. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur, séra Bjarni Þór Bjarnason, séra Lena Rós Matthíasdóttir, séra Guðrún Karlsdóttir þjóna fyrir altari ásam Gunnari Einari Steingrímssyni djákna og fyrrverandi prestum, séra Sigurði Arnarsyni og séra Önnu Sigríði Pálsdóttur.
Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt Vox Populi. Organisti: Hákon Leifsson. Einsöngvari: Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Eftir messu verður kaffisamsæti í boði Safnaðarfélags Grafarvogskirkju og sóknarnefndar.