Við söfnum fyrir
nýju orgeli

Orgelssöfnun

Grafarvogskirkja er ein stærsta og myndarlegasta kirkjubygging landsins. Kirkjan hýsir stærsta söfnuð landsins. Eitt af mikilvægari verkefnum safnaðar, sem á aðsetur sitt í svo myndarlegri kirkju, er að eignast orgel. Að því hefur nú verið unnið jafnt og þétt í á þriðja áratug.

Safnast hafa yfir 70 milljónir króna í orgelið. Fyrirhugað orgel mun með öllu kosta 110 milljónir, þannig að okkur vantar nú um 40 milljónir króna til að ljúka verkefninu. Þess vegna langar okkur nú að leita til ykkar, safnaðarfólk, um að taka þátt í þessu verðuga verkefni með okkur. Gerður hefur verið samningur við Aeris Organa, (Budapest) um smíði orgels. Stefnt er að því að það verði vígt í semptember 2021. Orgel kirkjunnar mun auka til muna fjölbreytni í öllu helgihaldi í Grafarvogskirkju og þátttöku kirkjunnar í menningarlífi borgarinnar. Orgelið mun þá einnig styrkja menningarlega ásýnd og stöðu Grafarvogs. Tónleikalíf hverfisins mun styrkjast til mikilla muna og athafnir allar fá dýpra inntak.

Ljóst má vera Grafarvogssöfnuður hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að kosta þetta verkefni einn og sér. Örlátir einstaklingar og velunnarar kirkjunnar hafa fært okkur, söfnuðinum, allt það fé sem nú myndar höfuðstól orgelsjóðs. Fyrir þær gjafir erum við afar þakklát. En betur má ef duga skal.

Möguleikar til söfnunar eru miklir í Grafarvogi, þar sem í Grafarvogssókn telur nú um sjö þúsund heimili. Hver hjálparhönd og hver gjöf, lítil eða stór, skiptir miklu máli til þess að klára smíði þessa undursamlega hljóðfæris. Gaman er geta þess, að orgelið er í sögulegu samengi, oft kallað „Drottning allra hjóðfæra“ !!!

0 kr.
vantar í viðbót

Kaupa pípu

Það er auðvelt að taka þátt í söfnuninni með því að kaupa eina pípu og gefa kirkjunni. Notandi er þá fluttur á öruggt vefsvæði Valitor þar sem kortaupplýsingar eru settar inn og greiðsla framkvæmd. Grafarvogskirkja geymir engar kortaupplýsingar.

Verð á pípum fer eftir stærð. Þeir sem vilja gefa 8-16 feta pípurnar geta haft samband við organista.

Smelltu á hnapp hér fyrir neðan til þess að kaupa pípu í viðeigandi stærð.

Um orgelið

Fyrir ábendingu professors Hans-Ola Ericsson ( Piteå,Toronto, Bremen,Budapest) var fundinn afburða fær orgelsmiður að nafni Farago Attila. Hann er ungur, áræðinn og rekur orgelsmiðjuna hjá Aeris Orgona í Budapest. Hann hefur getið sér mjög gott orð fyrir að smíða endurgerðir af sögulegum orgelum.

Hann er nú að smíða fyrir okkur 33 radda snemm rómatísk 19. aldar orgel sem er að mestu leyti gert í stíl C.F Walcker sem var einn af þremur bestu orgelsmiðum 19.aldar. Orgelið hefur samt nútímalegt útlit og er með fullkomnum stafrænum búnaði svo eitthvað sé nefnt.

Hér má sjá myndir af smíðinnni frá framleiðandanum.

Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að skoða teikningu af nýja orgelinu.

Pípurnar

Eins og fram kemur er orgelið 33 radda og inniheldur alls 2.277 pípur. Í söfnuninni förum við þá leið að bjóða fólki að kaupa pípur í orgelið. Minnstu pípurnar kosta 5.000 kr og svo verða þær dýrari eftir því sem þær stækka.

Segðu fleirum frá söfnuninni. Margt smátt gerir eitt stórt.

Grafarvogssókn
kt. 520789-1389
Fjörgyn
112 Reykjavík

Orgelsjóður: 0301-22-7382

S: 587-9070
grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is

Greiðsla fer fram í gegnum öruggt vefsvæði Valitor. Engar greiðslukortaupplýsingar eru vistaðar hjá Grafarvogskirkju.