Sunnudaginn 7. febrúar verða í boði tvær altarisgöngur. Sú fyrri verður kl. 11:00 en sú seinni kl. 12:00.

Fylgt verður öllum sóttvarnarreglum og er nauðsynlegt að skrá sig áður þar sem fjöldatakmarkanir miðast við 20 þátttakendur. Það er hægt að gera á netfangið grafarvogskirkja@grafarvogskirkja.is. Eins er hægt að skrá sig í síma 587 9070 eða í skilboðum á Facebook.

Gott er að koma með sinn eiginn bolla eða glas.

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson og sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjóna. Organisti er Hákon Leifsson.

Sunnudagaskólinn verður í streymi kl. 11:00. Umsjón með honum hafa Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.