Eins og undanfarin ár hafa ráðherrar og þingmenn lesið úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju kl. 18 alla virka daga föstunnar. Það er lesinn einn passíusálmur hvern dag. Á miðvikudaginn 17. febrúar (öskudag) verður fyrsti lesturinn, en þá hefst föstutímabilið í kirkjunni sem er jafnframt undirbúningstími páskanna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra mun lesa fyrsta sálminn. Alls eru þetta 31 skipti og verður síðasti lesturinn 31. mars nk., daginn fyrir skírdag. En þá mun Sigmundur Ernir Rúnarsson lesa síðast sálminn.

Þessi lestur úr Passíusálmunum er nefndur „Á leiðinni heim“. Hugsunin að baki er sú að fólk geti komið við í kirkjunni á leiðinni heim til sín að loknum vinnudegi og hlustað á einn passíusálm og notið andagiftar séra Hallgríms Péturssonar. Hver lestur er hluti af stuttri helgistund sem stendur yfir í 15 mínútur og hefst hver stund kl. 18:00 og líkur kl. 18:15.

Mánudagur, 22. mars             Álfheiður Ingadóttir
Þriðjudagur, 23. mars            Ólína Þorvarðardóttir
Miðvikudagur, 24. mars         Svandís Svavarsdóttir
Fimmtudagur, 25. mars          Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Föstudagur, 26. mars             Tryggvi Herbertsson
 
Mánudagur, 29. mars             Þráinn Bertelsson
Þriðjudagur, 30. mars            Skúli Helgason
Miðvikudagur, 31. mars         Sigmundur Ernir Rúnarsson