Viðmið fyrir móttöku gjafa í Grafarvogskirkju og Kirkjuseli í Spöng:
Grafarvogskirkja tekur við gjöfum sem samrýmast starfsemi kirkjunnar, sögu hennar og áhrifum á menningarstarf í sókninni en áskilur sér rétt til að ráðstafa öllum gjöfum að eigin vild. Grafarvogskirkja þiggur ekki gjafir sem kvaðir fylgja og áskilur sér jafnframt rétt til að hafna gjöfum. Gjafir sem hafa áhrif á yfirbragð og útlit kirkjunnar verða bornar undir arkitekta kirkjunnar.
Samþykkt á fundi sóknarnefndar Grafarvogskirkju 5. júní 2018