Fermingarfræðslan hófst aftur mánudaginn 11. janúar eftir langt og gott jólafrí.
Það styttist í fermingarnar og í janúar og febrúar verður fermingarbörnum og foreldrum boðið sérstaklega í ákveðnar messur. Eftir messurnar verður sr. Árni Svanur Daníelsson með kvikmyndakynningu og farið verður yfir það sem gott er að vita fyrir ferminguna.
24. janúar kl. 11:00 verður messa með fermingarbörnum úr Húsa-, Folda- og Hamraskóla.
31. janúar kl. 11:00 verður messa með fermingarbörnum úr Víkur-, Borga- og Engjaskóla.
14. febrúar kl. 11:00 verður messa með fermingarbörnum úr Rimaskóla.
Nauðsynlegt er að foreldri eða einhver fullorðinn komi með hverju fermingarbarni!