Grafarvogskirkja verður opin á skrifstofutíma, virka daga frá kl. 9-16 eins og verið hefur.
Kapella Grafarvogskirkju verður opin á sama tíma.
Fólki er velkomið að eiga þar sína persónulegu stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað. Vart þarf að taka fram að kapellan verður að sjálfsögðu þrifin með sótthreinsandi efnum nokkrum sinnum á dag.
Prestar Grafarvogskirkju verða á vaktinni til að sinna sálgæslu, bæði einstaklingsviðtölum í kirkjunni og í gegn um síma. Best er að hringja í Grafarvogskirkju 587-9070 og panta viðtal við eða símtal frá presti eða senda þeim tölvupóst.
Þau sem eru starfandi núna eru:
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir – arna@grafarvogskirkja.is
Séra Grétar Halldór Gunnarsson – gretar@grafarvogskirkja.is
Séra Sigurður Grétar Helgason – sigurdur@grafarvogskirkja.is
Hvað fellur niður?
Allt formlegt starf Grafarvogskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, barnastarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.
Fermingar vorsins falla einnig niður og má sjá nýja fermingardaga hér.