Á sunnudaginn kemur er Biblíudagurinn í kirkjum landsins. Í tilefni af því þá munum við segja frá spennandi verkefni í guðsþjónustum dagsins. Verið er að koma Nýja testamentinu á hljóðrænt form svo hægt verði að hlusta á það í snjalltækjum og á öðrum fjölbreyttum miðlum. Búið er að stofna til hófjármögnunar sem við hvetjum alla til að taka þátt í! Hægt er að styðja við verkefnið með því að smella hér: Hópfjármögnum
Messa í Grafarvogskirkju
Messa í Grafarvogskirkju klukkan 11:00. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og Guðrún Eggertsdóttir guðfræðinemi prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson.
Kaffisopi eftir messu!
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar, skemmtilegar sögur og nú hvetjum við ykkur að koma með hatt því það er hattadagur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.
Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00
Selmessa með Harry Potter þema verður í Kirkjuselinu klukkan 13:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Kaffisopi eftir messu!
Verið öll hjartanlega velkomin!