Fimmtudaginn 22. október kl. 20:00 verður opinn fyrirlestur og kynning á sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir fráskilda. Í framhaldi af því getur fólk skráð sig í hóp sem síðan mun hittast sex kvöld. Hópstarfið verður byggt upp á svipaðan hátt og sorgarhópar.                                                                                       

Það er aldri auðvelt að skilja og að halda því fram að skilnaður sé auðveldasta leiðin er byggt á mikilli vanþekkingu og fordómum. Það tilfinningaferli sem fer í gang hjá fólki sem skilur er ekki ólíkt því sem á sér stað hjá þeim sem missir maka sinn. Þetta ferli kallast sorg. Það er misjafnt hvað fólk syrgir við skilnað því þótt allir syrgi ekki fyrrverandi maka sinn þá getur fólk syrgt það líf sem það átti (fjölskyldulífið, hjónabands/sambúðarlífið) eða vonir um líf sem aldrei varð.

Umsjón hafa séra Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju og séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Bústaða- og Langholtskirkju.

Skráning á námskeiðið er hjá séra Guðrúnu Karlsdóttur í síma 697 3450 eða srgudrun@grafarvogskirkja.is