Allra heilagra messa verður í Grafarvogskirkju kl. 14:00 á sunnudaginn. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og prestar safnaðarins þjóna. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson. Barnakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Einsöngvari er Þórdís Sævarsdóttir. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala en framlög renna í Líknarsjóð grafarvogskirkju. Kaffiveitingarnar kosta 2.500 kr fyrir fullorðna, 1.000 kr fyrir unglinga og ókeypis fyrir börn.
Sunnudagaskóli kl. 11:00 á neðri hæð kirkjunnar. Brúðuleikhús, söngvar, sögur og límmiðar. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Selmessa kl. 13:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.