Pálmasunnudag, 9. apríl, verður fermt kl. 10:30 og 13:30 í Grafarvogskirkju. Klukkan 10:30 sjá séra Sigurður Grétar Helgason og séra Arna Ýrr Sigurðardóttir um ferminguna og kl. 13:30 sjá séra Guðrún Karls Helgudóttir og séra Grétar Halldór Gunnarsson um ferminguna. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson. Það verður sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson.

Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur lög úr Jesus Christ Superstar. Stefán Birkisson leikur á píanó, Hilmar Örn Agnarsson á bassa, Andri Freyr Hilmarsson á gítar, Svanur Herbertsson á hammond og Þorbergur Skagfjörð á slagverk. Hvetjum ykkur sérstaklega til að mæta í Selmessurnar á meðan fermingarnar standa yfir.

 

Athugið að sunnudagaskólinn í Kirkjuselinu er kominn í frí.