Skírdagur í Grafarvogskirkju:

Fermingar kl. 11:00 og 13:30.

Boðið til máltíðar kl. 20:00. Við minnumst síðustu kvöldmáltíðar Jesú Krists með lærisveinum sínum með að neyta einfaldrar máltíðar við langborð í kirkjunni.

Í lok stundar verður allt borið út af altarinu, ljósin slökkt og við göngum út í nóttina.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Meðleikari er Helga Margrét Marselíusardóttir.

 

Föstudagurinn langi í Grafarvogskirkju:

Guðsþjónusta kl. 11:00.

Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Meðleikari er Helga Margrét Marselíusardóttir.

 

Páskadagur í Grafarvogskirkju – Kirkjuselinu og á Eir.

Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju að morgni páskadags kl. 08:00.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Heitt súkkulaði og kaffi á eftir.

Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 11:00.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar.

Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Vörðumessa með upprisuívafi í Kirkjuselinu kl. 13:00.

Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar.

Vox Populi leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Kaffi og súkkulaði á eftir.