Séra Vig­fús Þór Árna­son, fyrrv. sókn­ar­prest­ur á Sigluf­irði og í Grafar­vogi, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi 27. fe­brú­ar, 78 ára að aldri.

Vig­fús Þór fædd­ist í Reykja­vík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vog­un­um.

Ung­ur að árum starfaði hann mikið að æsku­lýðsmá­l­um og var val­inn fyrsti formaður Æsku­lýðsfé­lags Lang­holts­kirkju en þar var m.a. hald­in fyrsta svo­nefnda „popp­mess­an“, sem átti eft­ir að hafa heil­mik­il áhrif á æsku­lýðsstarf kirkj­unn­ar hér á landi. Í beinu fram­haldi af starfi sínu í Lang­holts­kirkju fór Vig­fús Þór sem skipt­inemi til Band­ríkj­anna á veg­um þjóðkirkj­unn­ar. Hann dvaldi í Chicago og kynnt­ist þar öfl­ugu starfi kirkj­unn­ar vestra.

Hann lauk kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­skól­an­um árið 1969 og stúd­ents­prófi ári síðar. Fimm árum síðar lauk Vig­fús Þór embætt­is­prófi í guðfræði frá HÍ. Hann stundaði svo árin 1975-1976 fram­halds­nám í fé­lags­legri siðfræði og trú­fræði við Ludwigs Max­im­illiam-há­skól­ann í München. Árin 1988-1989 stundaði Vig­fús Þór fram­halds­nám í trú­fræði, pré­dik­un­ar­fræði, sálusorg­un og fjöl­miðla­fræði við Pacific School of Religi­on við Berkley-há­skól­ann í Kali­forn­íu.

Vig­fús Þór var vígður sókn­ar­prest­ur við Siglu­fjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um ára­bil. Haustið 1989 var Vig­fús Þór kjör­inn fyrsti sókn­ar­prest­ur í Grafar­vog­sprestakalli og þjónaði þar uns hann lét af störf­um sök­um ald­urs árið 2016.

Vig­fús Þór gegndi marg­vís­leg­um trúnaðar- og fé­lags­störf­um í gegn­um tíðina; sat í bæj­ar­stjórn Siglu­fjarðar, var formaður Presta­fé­lags Íslands, Li­ons­klúbbs Siglu­fjarðar og síðar Li­ons­klúbbs­ins Fjörgynj­ar í Grafar­vogi. Hann var gerður að Melw­in Jo­nes-fé­laga, sem er æðsta viður­kenn­ing Li­ons­hreyf­ing­ar­inn­ar. Vig­fús Þór tengd­ist Knatt­spyrnu­fé­lag­inu Val sterk­um bönd­um. Hann var virk­ur þátt­tak­andi í starfi Frí­múr­ar­a­regl­unn­ar á Íslandi.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Vig­fús­ar Þórs er Elín Páls­dótt­ir. Börn þeira eru Árni Þór, kvænt­ur Mari­ko Mar­gréti Ragn­ars­dótt­ur, Björg, gift Reimari Snæ­fells Pét­urs­syni, og Þór­unn Hulda gift Finni Bjarna­syni. Barna­börn Vig­fús­ar Þórs og El­ín­ar eru átta.

 

Grafarvogssöfnuður þakkar samfylgdina við mikinn brautryðjanda,  þakkar fyrir allt hans óeigingjarna starf, sem og Elínu Pálsdóttur, eiginkonu hans, og við biðjum Elínu, og börnum hans og barnabörnum Guðs blessunar.

Blessuð sé minning sr. Vigfúsar Þórs.