Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 8. janúar og hefst athöfnin klukkan 13:00.
Egill Þór lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 20. desember sl., 34 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 26. júní, 1990.
Egill lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn, en eftirlifandi eiginkona Egils Þórs er Inga María Hlíðar Thorsteinson, f. 1991, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Börn þeirra eru Sigurdís, þriggja ára, og Aron Trausti, fimm ára.
Hér má fylgjast með beinu streymi frá útförinni: