Miðvikudaginn 11. desember frá 17-18.30 býður Grafarvogskirkja fjölskyldum að koma í kirkjuna, syngja saman jólalög, hlusta á jólasögu, föndra skemmtilegt jólaföndur sem sniðugt er í jólapakka til þeirra sem eiga allt og borða saman kvöldverð sem er í boði kirkjunnar. Stundin er þátttakendum að kostnaðarlausu, skráning fer fram á meðfylgjandi hlekk:
https://docs.google.com/…/1FAIpQLSecfrZtc7DbMy…/viewform
Njótum þess að koma saman á aðventunni og eiga saman rólega gæðastund.
Fyrir nánari upplýsingar má senda tölvupóst á aldisrut@grafarvogskirkja.is