Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:30 verður mannréttindakvöld í Grafarvogskirkju.
Fjallað verður um mannréttindi fólks með fötlun.
Kristín Björnsdóttir prófessor í fötlunarfræðum, sr. Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra og Sigríður Rut Stanleysdóttir flytja erindi.
Tónlist: Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Elva Björg Gunnarsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti.
Verið öll hjartanlega velkomin!