Vorhátíð sunnudagskólans í Grafarvogskirkju verður haldin sunnudaginn 16. maí.
Hátíðin hefst kl. 11:00 með stund í kirkjunni. Stundin er við hæfi allra barna og fjölskyldna. Fastir liðir eins og sögustund og söngur verða á sínum stað.
Barnakór kirkjunnar mun syngja nokkur lög. Stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir.
Að stundinni lokinni verða grillaðar pylsur og bulsur. Hoppukastali verður á staðnum.
Dr. Bæk mun koma með skoðunarstöðina sína og skoða hjólin okkar.
Allar fjölskyldur eru velkomnar og hvattar til þess að koma hjólandi til kirkju.