Sunnudaginn 13. september verður messa í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir og sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjóna, organisti er Hákon Leifsson og kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Fermingarbörn og foreldrar/forráðamenn fermingarbarna úr Víkurskóla eru sérstaklega boðin velkomin í messu.
Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Ásta Jóhanna Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir hafa umsjón með stundinni og undirleikari er Stefán Birkisson. Við syngjum og dönsum saman, hlustum á sögu og í lok stundarinnar fá börnin mynd og fjársjóðskistu.
Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar, organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.