Starfið í Grafarvogskirkju er með örlítið öðru sniði yfir sumarmánuðina. Ævintýranámskeiðin voru haldin í júní eins og vanalega og munu þau halda áfram í ágúst. Enn eru laus pláss á auka Ævintýranámskeiðið 4. – 7. ágúst.
Kirkjan er opin alla virka daga 10-16 og guðsþjónustur verða í kirkjunni alla sunnudaga. Boðið verður uppá kaffihúsamessur, útimessu og pílagrímsgöngu. Ávallt er einhver prestur á vakt í sumar og viðtalstímar eru eftir samkomulagi.
Prjónaklúbburinn verður á sínum stað í júlí og mun hittast eftirfarandi daga í sumar kl. 20:00-22:00 9. og 23. júlí, 6. og 23. ágúst. Prjónaklúbburinn er fyrir öll sem hafa áhuga á handavinnu, vilja fá ráð og aðstoð ásamt því að deila handavinnuupplýsingum. Hópurinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komna.