Komdu með okkur í skemmtilega og fræðandi ferð!
Þekkir þú hverfið þitt?
Við ætlum að fara um Grafarvoginn á sögulegum nótum, fræðast um gömlu lögbýlin, heyra sögur um og skoða gömlu bæjarstæðin.
Leiðsögumaðurinn okkar er hinn stórskemmtilegi, margfróði Emil Örn Kristjánsson, sem er vinsæll hópstjóri.
Safnaðarfélagið er í fjáröflunarstuði og þessi ferð er liður í því:
Það þarf að endurnýja, hreinsa og láta laga fermingarkyrtlana.
Leggðu okkur lið, svo við getum klætt unglinginn þinn eða barnabarnið þitt í viðeigandi fatnað að ári.
Rútusætið kostar 2.500 kr. fyrir hvern þátttakanda.
Innifalið í verðinu er: rútuferð ásamt leiðsögn, kaffi og veitingar.
Við leggjum af stað stundvíslega kl. 19:30 fimmtudagskvöldið 31. maí frá bílaplani Grafarvogskirkju.
Áætluð heimkoma á sama stað er um það bil kl. 22.
Ekki láta þessa ferð fram hjá þér fara!
Innheimtan fer fram í gegnum heimabanka, þess vegna spyrjum við um kennitölu greiðanda. Greiðslan þarf að hafa borist í síðasta lagi 25. maí (föstudaginn áður en ferðin er farin).
Þau, sem ekki eru með heimabanka, en vilja endilega vera með, geta hringt í Guðrúnu Stellu formann í gsm 865 7890 og borgað henni með seðlum eftir samkomulagi.
Hægt er að skrá sig í ferðina með því að fara á slóðina hér að neðan: