Virkjaðu sköpunargáfuna þína, hannaðu jólakúlu og gerðu góðverk í leiðinni!
Jólakúlurnar munu prýða kirkjuna á aðventunni og verða svo boðnar upp til styrktar góðu málefni.
Kúlurnar verða til sýnis í kirkjunni og þá verður hægt að kjósa um fallegustu hönnunina. Öll þau sem koma í kirkju og önnur sem hafa áhuga mega greiða atkvæði og tilnefna þrjár fallegustu kúlurnar. Eftir messu annan sunnudag í aðventu verða veitt verðlaun fyrir kúlurnar, sem fengu flest atkvæði. Allar kúlurnar verða boðnar upp til styrktar góðu málefni sem prjónaklúbbur Grafarvogskirkju velur..
Skiladagur: fimmtudagur 23. nóvember, kl. 22 (eftir prjónaklúbbinn).
Eftir það verður ekki tekið á móti fleiri kúlum. Kosning stendur yfir: laugardaginn 25. nóv – miðvikudags 6. desember.
Verðlaunaafhending og uppboð: sunnudaginn 10. desember, í kirkjunni eftir messu.
Gefðu sköpunargleðinni lausan tauminn, fáðu útrás fyrir hönnuðinn í þér og vertu með!
Til þess að fá sem fjölbreyttasta hönnun og geta borið saman verkin, eru aðeins gefnar þrjár forsendur:
- Kúlurnar verða að vera prjónaðar (ekki heklaðar),
- hafa (bein)hvítan bakgrunn og
- vera unnar skv „grunnteikningunni“ sem fylgir.
Þú færð að öðru leyti algjörlega frjálsar hendur og mátt nota hvaða garn, tækni, munstur og fyllingu sem er! Ein kúla samanstendur af fjórum eins hliðum; ein hlið er teiknuð upp og fylgir þessu skjali. Þú mátt alveg eins ráða, hvort þú hannar bara eina hlið og prjónar hana 4x, 2x tvær, eða fjórar mismunandi hliðar. Alveg eins og þér finnst fallegast! Hankinn má vera úr hvaða efni sem er. Þú mátt skila inn eins mörgum kúlum og þig langar. Vegleg verðlaun í boði!
Tékklisti fyrir innsendingu:
Er hanki á kúlunni?
Settu kúluna í hvítt A5 umslag.
Mundu að setja með upplýsingar um sjálfa/n þig.
Settu munsturteikninguna þína í.
Lokaðu umslaginu, svo ekkert detti út.
Skilaðu því í kirkjuna. Ef þú kemst ekki sjálf(ur), sendu kúluna í pósti: Grafarvogskirkja v/Fjörgyn,112 Reykjavík
Nánari upplýsingar má finna í þessu skjali: