Á morgun, þriðjudag, verður hefðbundið starf eldri borgara í Grafarvogskirkju. Skráning hefst fyrir ferðina sem farið verður í 3.október. Farið verður á Hvolsvöll og skoðað nýja Lava – fræðslu og upplifunarsýninguna sem er um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi, en Ari Trausti jarðeðlisfræðingur er einn af þeim sem kom að þeirri hönnun.
Dagskráin er þannig að kyrrðarstund byrjar kl. 12, súpa og brauð á eftir. Söngstund í kirkjunni kl. 13 með Hilmari, síðan spil, handavinna og spjall.


Þeir sem ætla að skrá sig í kirkjubílinn þurfa að skrá sig í kirkjunni milli kl 9-10 á morgun.
Síminn kirkjunnar er 587-9070.