Á vormánuðum verða tímamót í Grafarvogssöfnuði en þá lætur séra Vigfús Þór Árnason, fyrsti sóknarpresturinn í söfnuðinum, af störfum eftir 27 ára farsæla þjónustu. Þau hjónin séra Vigfús Þór og Elín Pálsdóttir hafa verið sérstaklega samstíga í uppbyggingu safnaðarstarfsins allt frá því að söfnuðurinn var stofnaður 1989. Séra Vigfús Þór, ásamt prestum og safnaðarfólki, hefur verið í fararbroddi fyrir gróskumikið starf í sókninni. Hefur hann oftar en ekki farið ótroðnar slóðir og verið frumkvöðull í safnaðarstarfi á landsvísu.
Í virðingarskyni við framúrskarandi störf og köllun við uppbyggingu Grafarvogssafnaðar hefur verið ákveðið að heiðra starf séra Vigfúsar Þórs með gerð myndar (portrett) af honum. Hinn þekkti myndlistarmaður Ragnar Páll mun sjá um verkið en hann hefur víðtæka reynslu á þessu sviði. Myndin mun verða varðveitt í Grafarvogskirkju.
Undirrituð eru í forsvari fyrir söfnun sem hrundið hefur verið af stað í þessum tilgangi. Að söfnuninni standa núverandi og fyrrverandi samstarfsfólk séra Vigfúsar Þórs. Allir þeir sem vilja sýna framúrskarandi starfi séra Vigfúsar Þórs virðingu á þessum tímamótum og taka þátt í þessu verkefni geta lagt inn á reikning sem er í umsjón Safnaðarfélags Grafarvogskirkju.
Reikningsnúmerið er 0324-13-300516 og kennitalan 450692-2049. Stefnt er að því að ljúka söfnuninni fyrir 1. apríl nk. Öll framlög, bæði stór og smá, skipta máli. Lögð er áhersla á að hver og einn gefi eins og hann langar til og hefur tök á hvort sem það eru 2.500,-; 5.000,- ; 10.000,- eða meira. Hægt verður að fylgjast með söfnuninni á facebook síðu Safnaðarfélags Grafarvogskirkju.
F.h. Kveðjugjafarhóps;
Bergþóra Valsdóttir, formaður Safnaðarfélagsins
Björn Erlingsson, sóknarnefndarmaður og safnaðarfulltrúi
Valgerður Gísladóttir, fyrsti formaður Safnaðarfélagsins og í fyrstu sóknarnefnd
Edda Jónsdóttir, heiðursfélagi Safnaðarfélagsins
Steingrímur Björgvinsson, sóknarnefndarmaður
Ingjaldur Eiðsson, sóknarnefndarmaður
Sigrún Pálsdóttir, félagi í Safnaðarfélaginu
Rósa Jónsdóttir, í stjórn Safnaðarfélagsins