Jóla Vox miðvikudagskvöldið 16. desember kl. 20.00
Notaleg kvöldstund í kirkjunni okkar, Vox Populi syngur jólalögin og býður upp á heitt súkkulaði og smákökur eftir sönginn. Miðar seldir við innganginn kr. 2.000-. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Kórinn er þekktur fyrir létta og öðruvísi tónlist. Hilmar Örn Agnarsson stjórnar kórnum, frábær hljómsveit spilar undir, ásamt því að beatboxari verður með þeim í tveimur lögum.
Komið kæru vinir og eigið notalega og gefandi jólastund með Vox Populi.