Eftir guðsþjónustur á báðum stöðum verður tekið við framlögum til starfsemi Hjálparstarfs kikjunnar í Sýrlandi og Jórdaníu.

Kirkjan:
Guðsþjónusta kl. 11:00 – Fermingarbörnum í Foldaskóla og Rimaskóla er sérstaklega boðið ásamt fjölskyldum sínum. Stuttur fundur um fermingarfræðsluna verður eftir helgihaldið og að lokum „Pálínuboð“. Allar fjölskyldur eru vinsamlega beðnar um að koma með eitthvað matarkyns á hlaðborðið.
Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar organista.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 – Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og séra Arna Ýrr Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjuselið í Spöngi:
Selmessa kl. 13:00 – Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Vox populi syngur undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.

Sunnudagaskóli kl. 13:00 – Umsjón hafa Rósa Ingibjörg Tómasdóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.