Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Sigurð Grétar Helgason í embætti prests í Grafarvogsprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Frestur til að sækja um embættið rann út 22. maí sl. Alls sóttu sjö umsækjendur um embættið, en tveir af þeim drógu umsókn sína til baka. Embættið veitist frá 1. ágúst nk.