Til Grafarvogsbúa, 67 ára og eldri
Dagur eldri borgara uppstigningardagur 14. maí í Grafarvogskirkju kl. 14.00
Uppstigningardagur sem tileinkaður hefur verið eldri borgurum, verður haldinn hátíðlegur í kirkjum landsins.
Hátíðarguðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju kl. 14.00
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar
Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari.
Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt
Karlakór Grafarvogs
Einsöngur: Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir
Undirleikari: Glódís Margrét Guðmundsdóttir
Stjórnandi: Íris Erlingsdóttir
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson
Kaffi og veitingar í boði sóknarnefndar og Safnaðarfélags Grafarvogskirkju.
Karlakórinn syngur í kaffisamsætinu
Handavinnusýning eldri borgara
Verið innilega velkomin!
Með blessunaróskum,
sóknarnefnd, prestar og Safnaðarfélag Grafarvogskirkju.