Grafarvogskirkja kl. 11:00

Guðsþjónusta
Fermingarbörn úr Vættaskóla Engi og Kelduskóla Vík  eru sérstaklega boðin til guðsþjónustu ásamt foreldrum sínum. Fundur um fermingarstarfiðdsc03558 verður að lokinni guðsþjónustu. Fjölskyldur fermingarbarna eru vinsamlegast beðnar um að koma með eitthvað góðgæti á hlaðborðið í kirkjukaffinu.

Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar ásamt sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur og messuþjónum. Hákon Leifsson er organisti og kór kirkjunnar leiðir söng.

Sunnudagaskóli
Þóra Björg Sigurðardóttir og sr. Guðrún Karlsdóttir hafa umsjón með stundinni. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjuselið í Spöng kl. 13:00

Guðsþjónusta með gospelívafi
Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Vox Populi syngur. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Sunnudagaskóli
Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Velkomin í lifandi kirkju á tveimur stöðum í Grafarvogi!