Sunnudagaskólinn hefst á ný sunnudaginn 7. september. Sunnudagaskólinn verður alla
sunnudaga í Grafarvogskirkju kl. 11:00 og í kirkjuselinu í Borgum (Spöngini) kl. 13:00.
Dagskráin fyrir veturinn er spennandi og hlökkum við mikið til að byrja aftur eftir sumarfrí.
Hefðbundið barna- og unglingastarf hefst síðan mánudaginn 8. september. Dagskráin fyrir þennan vetur er einstaklega skemmtileg. Við erum einnig að byrja með nýja hópa sem verða í Borgum og er það listahópur og tæknihópur. Nánari upplýsingar og dagskrár birtast hér á heimasíðunni í byrjun næstu viku.
Hlökkum til að sjá ykkur!