Guðsþjónustan verður haldin í fallegum skógarreit rétt neðan við Sjúkrahúsið Vog.
Hægt er að aka næstum alla leið og sæti verða í boði fyrir alla þátttakendur.
Séra Vigfús Þór Árnason leiðir guðsþjónustuna ásamt fleiri prestum og messuþjónum.
Flemming Viðar Valmundsson leikur á harmónikku.
Gengið verður að Nónholti frá Grafarvogskirkju, Árbæjarkirkju og Guðríðarkirkju kl. 10:15.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos og eru börnin sérstaklega velkomin í þennan sælureit við voginn.