Nú er vikulega barna- og unglingastarfið komið í páskafrí. Almennt barna- og unglingastarf
hefst aftur eftir páska, þ.e. 23.apríl.
10-12 ára starfið er á fimmtudögum og hefst því ekki fyrr en 8.maí því skírdagur,
sumardagurinn fyrsti og 1. maí ber upp á fimmtudag.
Sunnudagaskólinn er einnig í fríi á páskadag.
Það verður skemmtileg dagskrá og mikið fjör eftir páska. Hlökkum til að sjá ykkur aftur
hress og kát eftir páska 🙂